Ertu með hugmynd sem þig langar að framkvæma? Áttu fyrirtæki og viltu þróa það áfram?

Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu FREE en markmið þess er að efla frumkvöðkonur á landsbyggðinni og hvetja þær til dáða í sínum verkefnum og fyrirtækjum.
Verkefnið er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum, en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen.

Verkefnið skiptist í þrjá þætti:

Í fyrsta lagi verður boðið upp á netnám í þáttum sem viðkoma hugmyndavinnu og rekstri fyrirtækja. Má þar nefna stefnumótun, útflutning, vöruþróun, markaðssetningu, kennslu í notkun samfélagsmiðla, netsölu og fjármál. Nú hefur verið opnað fyrir netnámið og er það aðgengilegt í gegnum Moodle námskerfið á heimasíðu verkefnisins.  Ekki þarf að sækja sérstaklega um það, heldur þarf einungis að skrá sig á vefinn og velja námsefni.

Hér er hlekkur á námsvefinn:

http://www.ruralwomenacademy.eu/

Í öðru lagi þá verða settir upp hæfnihringir á netinu, þar sem þátttakendum gefst kostur á að hitta aðrar konur í sömu stöðu og ræða þar málefni sem á þeim brenna. Notast verður við Skype kerfið sem er gjaldfrjálst og þægilegt í notkun.    Einnig verður hægt að nálgast gagnvirkar æfingar í persónulegri hæfni á heimasíðu verkefnisins. Einungis er boðið upp á tvo hæfnirhringi, sá fyrri í september-október og sá seinni í október-nóvember. Einungis komast 5 að í hvern hring.

Hér má nálgast umsókn um þátttöku í hæfnhringjunum:

https://goo.gl/forms/94RPpahTkH1pIgcg1

Í þriðja lagi hafa verið sett upp tengslanet kvenna á þeim þremur stöðum sem einblínt er á en það eru Vestfirðir, Norðurland vestra og Austurland. Íbúaþróun hefur verið neikvæð á þessum svæðum og ennfremur sýna rannsóknir að konum fækkar meira á þessum svæðum en körlum.
Tengslanetið byggir á hugmyndafræði frá Bretlandi, en þar hafa tengslanet kvenna í dreifbýli verið starfrækt í nokkurn tíma í gegnum WIRE verkefnið. Hugmyndafræðin byggir á þátttöku og að deila upplýsingum og þekkingu inn í tengslanetið.

Skoðaðu tengslanetsleiðtogana á þínu svæði hér: http://ruralwomeninbusiness.eu/is/tengslanet/island/

Taktu þátt!

Nú er allt til reiðu fyrir fyrsta hluta fræðslunnar og hvetjum við frumkvöðlakonur til að sækja um þátttöku í hæfnihringjunum, skoða námsþættina á netinu, eða taka þátt í tengslanetinu.

Á heimasíðu verkefninsins en þar má finna nánari upplýsingar um verkefnið og aðra samstarfsaðila www.ruralwomeninbusiness.eu

Nánari upplýsingar veita þær Ásdís og Guðrún Stella:

asdis.gudmundsdottir@vmst.is
gudrun.gissurardottir@vmst.is

Related Posts