Þær sem fá úthlutað styrk til að gera viðskiptaáætlun munu taka þátt í fyrirtækjasmiðju þar sem þær fá handleiðslu og stuðning til að vinna að sinni áætlun.
Einar Sigvaldason hjá Senza partners mun halda utan um smiðjuna og mun dómnefnd meta verkefnin og veita verðlaun þeirri hugmynd sem best þykir.
Dagskrá:
Fyrsti tími:
Handleiðsla: Viðskiptaáætlun / Lean / stöðuskýrslur/ lyfturæður / fjárfestakynningar.
Annar tími:
Handleiðsla: Betur í viðskiptaáætlun, fjárhagsáætlun 1 mín lyfturæða þátttakenda (án endurgjafar), gera uppkast að eigin fjárhagsáætlun, undirbúa lyfturæðu
Þriðji tími:
Vinnustofa: Fjárhagsáætlanir, viðskiptaáætlun, 1 mín stöðuskýrsla þátttakenda. (með endurgjöf), fyrri aðalkynning þátttakenda
Fjórði tími:
Fyrri aðalkynning þátttakenda
Fimmti tími:
Handleiðsla: fjárfestar / styrkumsóknir / stofnun fyrirtækja
Sjötti tími:
Seinni aðalkynning þátttakenda / Dómnefnd dæmir og velur bestu hugmyndina