Hér að neðan má sjá forsendur stigagjafar nefndarinnar sem fer yfir umsóknir.
Forsendur stigagjafar
Gefin eru stig fyrir 5 þætti, nýnæmi, samkeppni, möguleg framþróun, lýsing á viðskiptahugmynd og áætlanagerð (fjármögnun, kostnaðaráætlun og verkáætlun). Þættirnir nýnæmi, lýsing á viðskiptahugmynd og áætlanagerð vega hvor um sig 25% en samkeppni og möguleg framþróun vega 12,5 stig hvor þáttur.
Hér að neðan gefur að líta forsendur stigagjafar. Gefin eru stig fyrir 5 þætti, nýnæmi, samkeppni, möguleg framþróun, lýsing á viðskiptahugmynd og áætlanagerð (fjármögnun, kostnaðaráætlun og verkáætlun). Hægt er að fá 5, 15 eða 25 stig fyrir hvern þátt. Stig eru lögð saman og fundið út meðaltal.
Hér að neðan gefur að líta forsendur stigagjafar.
Nýnæmi
0 stig – Ekkert nýnæmi, úreltar aðferðir.
5 stig – Lítið sem ekkert nýnæmi í vöru eða aðferðum.
15 stig – Þó nokkuð nýnæmi í vöru eða aðferðum.
25 stig – Verkefni er mikil nýjung og er nýtt á markaði, nýjar aðferðir, endurbætt vara, óleyst þörf.
Samkeppni
0 stig – Bein samkeppni við innlenda og staðbundna aðila.
5 stig – Frekar lítil samkeppni við hliðstæða vöru eða þjónustu.
10 stig – Óveruleg samkeppni, lausn frábrugðin því sem í boði er, engin staðbundin samkeppni, grein í nokkrum vexti.
15 stig – Mjög lítil samkeppni, nýr markaður, grein í miklum vexti.
Möguleg framþróun
0 stig – Ólíklegt að hugmynd verði að atvinnustarfsemi
5 stig – Vafi er á því að viðskiptahugmynd geti gengið eftir og orðið að starfsemi sem veitir atvinnu.
10 stig – Nokkuð miklar líkur á því að viðskiptahugmynd gangi eftir og verði að starfsemi sem veitir atvinnu.
15 stig – Mjög miklar líkur á því að viðskiptahugmynd gangi eftir og verði að starfsemi sem veitir atvinnu.
Lýsing á viðskiptahugmynd
0 stig – Lýsing á hugmynd ófullnægjandi
5 stig – Lýsing á viðskiptahugmynd í lagi en markmið óskýr eða óljós
15 stig – Lýsing á viðskiptahugmynd vel unnin og markmið vel skilgreind og skýr.
25 stig – Lýsing á viðskiptahugmynd mjög vel unnin og markmið verkefnis mjög vel skilgreind og skýr.
Áætlanagerð (Fjármögnun, kostnaðaráætlun og verkáætlun)
0 stig – Kostnaðaráætlun ekki til staðar
5 stig – Kostnaðaráætlun ekki nægilega vel unnin illa unnin og óraunhæf
15 stig – Kostnaðaráætlun nokkuð vel unnin, raunhæf og fjármögnun trúverðug.
25 stig – Kostnaðaráætlun mjög vel unnin og raunhæf, fjármögnun verkefnis mjög trúverðug.