ATVINNUMÁL KVENNA
Styrkir til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir
Um styrki til atvinnumála kvenna
Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni.
Einnig er vísað í lög um jafna stöðu karla og kvenna en þar eru sértækar aðgerðir til að jafna stöðu karla og kvenna heimilaðar, sjá hér https://www.althingi.is/altext/stjt/2020.150.html
Á síðustu árum hefur verið úthlutað um 40 milljónum í fjölbreytt verkefni víðsvegar um landið. Styrkirnir hafa oft skipt sköpum fyrir verkefnin en einnig eru þeir mikil hvatning þeim sem að eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptum.
Styrkirnir eru veittir af félags- og barnamálaráðherra en Vinnumálastofnun sér um umsýslu þeirra.
Skrifstofa Atvinnumála kvenna er í aðalstöðvum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, og hægt er að fá frekari upplýsingar um styrkina í netfanginu atvinnumalkvenna@atvinnumalkvenna.is
Næst verður auglýst eftir umsóknum í febrúar 2025.