SVANNI 

Lán til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir

Athugið! Verið er að endurskoða starfsemi Svanna-lánatryggingasjóðs kvenna og mun ákvörðun um framhald sjóðsins verða tekin vorið 2020. Ekki er því hægt að sækja um umsóknir eins og er. 

Í mars árið 2011. var undirritað samkomulag um endurreisn Lánatryggingasjóðs kvenna, er var starfræktur milli 1998-2003,  en verkefnið er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Starfstíminn rann út þann 31.desember 2014 en þann 9.6.2015 var undirritað nýtt samkomulag um sjóðinn sem lauk um áramótin 2018. Sjóðurinn er í eigu velferðarráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar og er verkefnið til fjögurra ára.
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna veitir lánatryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna og er hann í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lán og lánatryggingu.

Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:

  • Markaðskostnaðar
  • Vöruþróunar
  • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Athugið að hægt er að sækja um lánatryggingu vegna fleiri en eins þáttar.

Hægt er að sækja um lán með lánatryggingu að upphæð 10. milljónir kr. að hámarki.  Ábygð á láninu skiptist til helminga milli Svanna og Landsbankans.
Stjórn er þó heimilt að afgreiða hærri ábyrgðir í undantekningartilvikum með hliðsjón af eðli og tegund umsókna.

Landsbankinn býður lántökum val á milli óverðtryggðra og verðtryggðra lána en verðtryggð lán þurfa að vera að lágmarki til 5 ára.

Vaxtakjör eru samkvæmt Kjörvaxtaflokki 2 hjá bankanum eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma. Lántökugjald er 0,3 per lánsár en þó aldrei hærra en 1,50%. Lántökugjald er innheimt við lánsveitingu.

Samkomulagsatriði er um það hvenær endurgreiðslur eiga að hefjast á höfuðstól láns.