Reglur vegna styrkveitinga
- Styrkhæf verkefni skulu vera í meirihlutaeigu kvenna (amk 51%) og stjórnað af konum.
- Verkefnið skal fela í sér atvinnusköpun á Íslandi til frambúðar.
- Um nýnæmi skal vera að ræða, annaðhvort nýja vöru/þjónustu eða þróun vöru/þjónustu.
- Kröfur eru gerðar um að viðskiptahugmynd sé vel útfærð, markmið skýr og leiðir að þeim vel útfærðar.
- Verkáætlun skal vera vel útfærð og raunhæf og kostnaðar og tekjuáætlun vönduð, skýr og trúverðug.
- Mikilvægt er að allar upplýsingar komi fram í umsókn og ekki sé vísað í fylgiskjöl.
- Kröfur eru um að verkefnið skekki ekki samkeppnisstöðu á þeim markaði sem varan eða þjónustan er á.
- Hámarksstyrkur er kr. 4.000.000.
- Athugið að aðeins er hægt er að sækja um styrk vegna helmings af kostnaði verkefnis og þvi þarf að sýna fram á eigið mótframlag í umsókn.
- Heildarkostnaður verkefnis skal vera tvöfalt hærri en styrkupphæð nemur. Dæmi: Veittum styrk, sem er kr. 500.000 að upphæð, þarf að fylgja kostnaðaryfirlit upp að lágmarki 1.000.000. Leyfilegt er að telja 25% af heildarkostnaði sem framlag styrkhafa en útlagður kostnaður á að nema amk 75% af heildarkostnaði verkefnis.
- Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000), áætlanagerðar, þróunarkostnaðar og markaðssetningar – sjá nánar í umsóknareyðublaði.
- Ef fyrirtæki er nýstofnað en ekki komið í rekstur og liggi fyrir trúverðug viðskiptaáætlun fyrir og viðkomandi að hefja rekstur er hægt er að sækja um styrk til að hrinda hugmynd í framkvæmd (launastyrkur fyrir viðkomandi styrkþega) Styrk má greiða í áföngum gegn skilum áfangaskýrslu og þarf að sýna fram á launaseðla þegar lokaskýrslu er skilað. Skilyrði er að viðskiptaáætlun fylgi með í viðhengi. Ekki gilda þá reglur um að helmingur kostnaðar sé styrktur.
- Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga s.s. byggingakostnaðar, rekstrarstyrkir né styrkir til framleiðslu.
- Vakin er athygli á því að styrkir eru framtals- og skattskyldir og fá styrkhafar senda launamiða frá Vinnumálastofnun. Nauðsynlegt er að telja fram kostnað á móti styrkjum.
- Ef sótt er um gerð viðskiptaáætlunar þarf eingöngu að fylla út lýsingu á viðskiptahugmynd, markmið og nýnæmi. Ennfremur þarf ekki að skila yfirliti yfir kostnað vegna þeirra né gildir reglan um helmings mótframlag. Fylla skal út sérstaka umsókn ef sótt er um gerð viðskiptaáætlunar. Árið 2023 er styrkhöfum sem fá úthlutað styrk vegna gerðar viðskiptaáætlunar boðið upp á fyrirtækjasmiðju þar sem þær fá aðstoð og leiðbeiningar. Verðlaun eru í boði fyrir bestu viðskiptaáætlanirnar.
- Taka ber fram að styrkirnir eru ekki ætlaðir opinberum félögum eða félagasamtökum.
- Ekki eru veittir styrkir til tímabundinna verkefna svo sem bókaútgáfu, tónleika eða annara stakra verkefna.
- Ekki eru veittir styrkir til verkefna/verkþátta sem þegar hafa fengið styrki frá öðrum aðilum.
- Við áskiljum okkur rétt til að afla upplýsinga um aðra opinbera styrki sem veittir hafa verið til styrkhafa.
- Umsækjendur sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, geta skilað inn umsóknum á ensku.
- Styrkhafar sem fá styrk gera samning um verkefnið, fá helming greiddan við undirritun og seinni helminginn er lokaskýrslu er skilað. Styrkhafar hafa eitt ár til að vinna verkefnið.
- Hægt er að fá að hámarki styrk tvisvar sinnum fyrir sama fyrirtæki/verkefni.
Athygli er vakin á því að aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum umsóknarkerfið hér á heimasíðunni. Umsóknir sem berast í tölvupósti eru því ógildar.