Í stjórn Svanna-lánatryggingasjóðs kvenna sitja þau Guðrún Tinna Ólafsdóttir, formaður, fyrir hönd forsætisráðuneytisins, Elvar Jónsson fyrir hönd atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Hlutverk stjórnar er að móta lánareglur sjóðsins og sérstakar áherslur varðandi lánatryggingar hvert ár.

Áhersla verður lögð á að styðja fyrirtæki á sviði nýsköpunar og er heimilt að veita ábyrgðir allt að fjórum sinnum á ári.  Stjórnin leggur mat á umsóknir í samstarfi við Landsbankann sem er samstarfsaðili verkefnisins.