Hægt er að sækja um lánatryggingu tvisvar á ári, í apríl og október en opið er fyrir umsóknir allt árið.

Sótt er um á heimasíðu sjóðsins neð rafrænum hætti. Í umsókninni er beðið um upplýsingar um fyrirtækið, verkefnið sem lána á til, atvinnu- og verðmætasköpun, nýnæmi þess og samkeppni,   Ennfremur er gerð krafa um að með umsókn fylgi fullbúin viðskiptaáætlun, fjárhags-og framkvæmdaáætlun, fjármögnunar- og endurgreiðsluáætlun ásamt staðfestingu á fjármögnun og upplýsingar um eignarhald fyrirtækis.

Umsóknin er send rafæn og tekur stjórn Svanna við umsóknum er berast.  Starfsmaður fer yfir þær og athugar hvort þær uppfylli lágmarksskilyrði sjóðsins.

Skilyrði fyrir því að lánatrygging sé veitt eru að fyrirtækið sé í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna. Æskilegt er að í verkefni sem sótt er um lánatrygging til, felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki en það er þó ekki skilyrði. Ennfremur er æskilegt að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.

Eftir  frumathugun hjá starfsmanni  kannar lánastofnun fjárhagsstöðu viðkomandi umsækjanda.  Þær umsóknir sem eftir standa eru síðan sendar til stjórnar sjóðsins er leggur mat á lýsingu á viðskiptahugmynd, nýnæmi, atvinnusköpun/verðmætasköpun og samkeppni.

Þeir umsækjendur sem koma til greina eru teknir í viðtöl þar sem fulltrúar stjórnar Lánatryggingasjóðs og bankans eru viðstaddir.

Eftir það eru umsóknir sendar til bankans sem metur fjárhagsstöðu, fjármögnun, tekju- og kostnaðaráætlun, áhættu og viðskiptaáætlun viðkomandi.    Ef bankinn samþykkir lánatryggingu eru umsóknir sendar aftur til stjórnar sem samþykkir þær formlega.

Lánatrygging verður ekki veitt nema báðir aðilar samþykki hana. Allir umsækjendur fá bréf um niðurstöðu umsókna sinna.

ATHUGIÐ

Ekki er hægt að vista umsókn nema búið sé að festa viðhengi við hana. Verið er að lagfæra þetta í forminu.