Útskrift frumkvöðlakvenna af erlendum uppruna

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

December 15, 2017
Atvinnumál kvenna, Fræðsla fyrir konur, Fréttir, Frumkvöðlakonur, Námskeið, Uncategorized

Vinnumálastofnun, í samvinnu við NMÍ og Félag kvenna af erlendum uppruna, hlaut styrk úr Þróunarsjóði innflytjenda síðastliðið vor. Markmið styrkveitingarinnar var að bjóða konum af erlendum upruna að sækja námskeið til að vinna að eigin viðskiptahugmynd.

Að vera innflytjandi á Íslandi felur í sér ýmsar áskoranir. Fyrst má nefna tungumálið, öðruvísi menningu, tengslanetið skortir og hugsanlega geta innflytjendur ekki nýtt sér menntun sína að fullu hér á landi. Því miður er einnig svo að viðhorf gagnvart innflytjendum er ekki alltaf með jákvæðum hætti.

Í áskorunum felast samt tækifæri, og stofnun eigin fyrirtækis gæti einmitt verið rétta leiðin fyrir konur sem geta þá nýtt að fullu sína menntun og þekkingu.

Auglýst var eftir þátttakendum á námskeiðið í ágúst og bárust 27 umsóknir og voru 22 umsækjendur valdir til þátttöku.  Fræðslan hófst í september síðastliðnum og var kennt einu sinni í viku og komu leiðbeinendur frá Nýsköpunarmiðstöð og Vinnumálastofnun. Fræðslunni lauk í byrjun desember með kynningu á viðskiptahugmyndum þátttakakenda og þann 14. desember útskrifuðust 20 konur af þeim 22 sem þátt tóku.

Námsþættir námskeiðsins voru stefnumótun, nýsköpun, markaðssetning, vöruþróun, fjármál, samfélagsmiðlar, skattamál, kynningar og framkoma í fjölmiðlum.
Námskeiðið var hliðstætt Brautargengisnámskeiðum NMÍ sem hefur verið í boði hin síðustu ár.

Fjölbreyttar hugmyndir litu dagsins ljós og má þar nefna leigu á barnavörum, svo sem stólum, rúmum ofl, skartgripahönnun, ferðaþjónustu, stefnumótaþjónustu, innflutning á heilsuvörum, þróun matvöru ofl.

Alexandra Martini hlaut viðurkenningu fyrir bestu viðskiptáætlunina en hún vinnur að stofnun skartgripafyrirtækisins Martini’s Fire. Í umsögn segir; Áætlunin er sérlega vel unnin og ástríða fyrir verkefninu kemur vel fram. Markaðs- og fjámálaþátturinn er vel úthugsaður og nákvæmur og er verkefnið líklegt til að ná framgangi.


Alexandra Martini

Nikki Kwan Ledesma hlaut viðurkenningu fyrir bestu kynninguna en hún vinnur að stofnun ferðaþjónustufyrirtækisins Wheels and Tours.  Í umsögn segir: Kynningin var góð og sannfærandi, flutt á faglegan hátt og með ástríðu.


Nikki Kwan Ledesma

 

 

 

Aðrar færslur

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað