Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu.

Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu.

Gerð er krafa um að verkefnð leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.

Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:

  • Markaðskostnaðar
  • Vöruþróunar
  • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Lán skal að jafnaði ekki fara yfir 10.milljónir króna.

Með umsókn skal skila eftirfarandi gögnum:

  • Viðskiptaáætlun
  • Fjárhagsáætlun
  • Endurgreiðsluáætlun
  • Staðfestingu á eignarhaldi fyrirtækis

Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is og er umsóknarfrestur til og með 3.apríl næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 531-7080 eða í netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is

 

Related Posts