Umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

March 22, 2018
Fréttir, Svanni-lánatryggingasjóður kvenna

Á fundi stjórnar Svanna-lánatryggingasjóðs kvenna í dag var ákveðið að umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu yrði 1.maí næstkomandi.  Skilyrði ábyrgðar á lánum eru sem hér segir.

Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta fengið ábyrgðartryggingu og skal fylgja staðfesting þess efnis með umsókn. Eingöngu starfandi fyrirtæki geta sótt um ábyrgð.

Gerð er krafa um að í verkefni/fyrirtæki leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Kostur er að í verkefni felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki.

Unnt verður að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:

  • Markaðskostnaðar
  • Vöruþróunar
  • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Ábyrgð skal ekki vera undir 500.000 þúsund króna (lán að upphæð 1 milljón króna) og að jafnaði skal ábyrgð ekki fara yfir 5.milljónir króna( 10 milljónir króna lán). Stjórn er þó heimilt að afgreiða hærri ábyrgðir í undantekningartilvikum með hliðsjón af eðli og tegund umsókna. Að jafnaði skal ekki ábyrgð ná til tækjakaupa.

Allar nánari upplýsingar um lánin má finna með því að smella hér.

Smelltu hér til að sækja um.

Aðrar færslur

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað