Umsóknarfrestur um lán og lánatryggingu úr Svanna-lánatryggingasjóði kvenna vegna vorúthlutunar er til og með 4.apríl næstkomandi.
Skilyrði ábyrgðar á lánum eru eftirfarandi:

Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta fengið ábyrgðartryggingu og skal fylgja staðfesting þess efnis með umsókn. Eingöngu starfandi fyrirtæki geta sótt um ábyrgð.

Gerð er krafa um að í verkefni/fyrirtæki leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Kostur er að í verkefni felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki.

Unnt verður að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:

 • Markaðskostnaðar
 • Vöruþróunar
 • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Ábyrgð skal ekki vera undir 500.000 þúsund króna (Lán að upphæð 1 milljón króna) og að jafnaði skal ábyrgð ekki fara yfir 5.milljónir króna( 10 milljónir króna lán). Stjórn er þó heimilt að afgreiða hærri ábyrgðir í undantekningartilvikum með hliðsjón af eðli og tegund umsókna. Að jafnaði skal ekki ábyrgð ná til tækjakaupa.

Meðferð og mat umsókna

Í umsókn þurfa eftirfarandi atriði að fram:

 1. Upplýsingar um fyrirtækið og forsvarsmann þess ásamt staðfestingu á eignarhaldi.
 2. Greinargóð lýsing á verkefni/fyrirtæki, markmiðum þess og ávinningi.
 3. Hverjir koma að umsókninni, og tilgreining samstarfsaðila.
 4. Viðskiptaáætlun (ítarleg fjárhags-, og framkvæmdaráætlun.)
 5. Ítarleg  fjármögnunar- og endurgreiðsluáætlun ásamt skriflegri staðfestingu fjármögnunaraðila ef þeir eru til staðar.
 6. Áætlun um tekjustreymi fyrirtækis á lánstíma sem tekur m.a. tillit til niðurgreiðslu lánsins.

Umsóknir eru metnar út frá eftirfarandi þáttum:

 1. Lýsingu á viðskiptahugmynd.
 2. Nýnæmi/nýsköpun hugmyndar.
 3. Atvinnusköpun kvenna.
 4. Verðmætasköpun/arðsemi.
 5. Samkeppni.
 6. Viðskiptaáætlun (fjárhags-, markaðs og framkvæmdaráætlun)
 7. Fjármögnun.
 8. Áhættumati og fjárhagsstöðu umsækjanda (upplýsinga aflað af lánastofnun).

Umsækjandi fyllir út þar til gert umsóknareyðublað hér á heimasíðunni. Stjórn fer yfir umsóknir og leggur mat á það hvort umsóknin falli undir verksvið sjóðsins og uppfylli reglur hans. Að því loknu eru hæfar umsóknir sendar til lánastofnunar er metur lánshæfi umsækjenda út frá áhættumati og fjárhagsstöðu. Stjórn setur sér reglur um hve hátt hlutfall af stofnfé sjóðsins er nýtt til trygginga við hverja úthlutun. Lánshæfar umsóknir fara því næst til stjórnar Lánatryggingasjóðs sem tekur ákvörðun um veitingu ábyrgða í samræmi við samþykktir sjóðsins og lánareglur þessar.

Stefnt er að því að ljúka yfirferð umsókna fyrir 15.maí.

Related Posts