Umsóknarfrestur um lán hjá Svanna

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

August 16, 2023
Fréttir, Svanni-lánatryggingasjóður kvenna

Svanni-lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðnum en sjóðurinn er í eigu Reykjavíkurborgar, forsætisráðuneytisisins og háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins.

Starfandi fyrirtæki eð veltu og sem eru í eigu kvenna a.m.k. 51% geta sótt um lán vegna verkefna innan fyrirtækis sem byggja á einhverju leiti á nýsköpun og/eða að verkefnið leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar.

Ekki er veitt lán fyrir óhóflegum launakostnaði eða vinnu eigenda við vöruþróun, sölu og markaðsstarf og að jafnaði er ekki veitt lán fyrir reglubundnum rekstarkostnaði.

Til greina kemur að veita lán fyrir tækjum sem eru nauðsynleg rekstrinum og/eða verkefninu en þá með veði í umræddum tækjum. Lánað er fyrir kostnaðarverði tækjanna að því gefnu að notkun á þeim leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar.

Stjórn og banki leggja mat á umsókn og viðskiptáætlun en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann er veitir lánin.

Mikilvægt er að umsókn fylgi ítarleg viðskiptaáætlun ásamt fjárhags- og framkvæmdaráætlun, fjármögnunar og endurgreiðsluáætlun ásamt staðfestingu á eignarhaldi.

Skoða má lánareglur sjóðsins nánar hér

Umsóknarfrestur er til og með 15.september og er sótt um rafrænt hér á heimasíðu sjóðsins.

 

 

Aðrar færslur

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað