Ert þú frumkvöðlakona á landsbyggðinni?

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

August 31, 2017
Fræðsla fyrir konur, Free verkefnið, Fréttir, Frumkvöðlakonur, Námskeið

Ertu með hugmynd sem þig langar að framkvæma? Áttu fyrirtæki og viltu þróa það áfram?

Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu FREE en markmið þess er að efla frumkvöðkonur á landsbyggðinni og hvetja þær til dáða í sínum verkefnum og fyrirtækjum.
Verkefnið er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum, en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen.

Verkefnið skiptist í þrjá þætti:

Í fyrsta lagi verður boðið upp á netnám í þáttum sem viðkoma hugmyndavinnu og rekstri fyrirtækja. Má þar nefna stefnumótun, útflutning, vöruþróun, markaðssetningu, kennslu í notkun samfélagsmiðla, netsölu og fjármál. Nú hefur verið opnað fyrir netnámið og er það aðgengilegt í gegnum Moodle námskerfið á heimasíðu verkefnisins.  Ekki þarf að sækja sérstaklega um það, heldur þarf einungis að skrá sig á vefinn og velja námsefni.

Hér er hlekkur á námsvefinn:

http://www.ruralwomenacademy.eu/

Í öðru lagi þá verða settir upp hæfnihringir á netinu, þar sem þátttakendum gefst kostur á að hitta aðrar konur í sömu stöðu og ræða þar málefni sem á þeim brenna. Notast verður við Skype kerfið sem er gjaldfrjálst og þægilegt í notkun.    Einnig verður hægt að nálgast gagnvirkar æfingar í persónulegri hæfni á heimasíðu verkefnisins. Einungis er boðið upp á tvo hæfnirhringi, sá fyrri í september-október og sá seinni í október-nóvember. Einungis komast 5 að í hvern hring.

Hér má nálgast umsókn um þátttöku í hæfnhringjunum:

https://goo.gl/forms/94RPpahTkH1pIgcg1

Í þriðja lagi hafa verið sett upp tengslanet kvenna á þeim þremur stöðum sem einblínt er á en það eru Vestfirðir, Norðurland vestra og Austurland. Íbúaþróun hefur verið neikvæð á þessum svæðum og ennfremur sýna rannsóknir að konum fækkar meira á þessum svæðum en körlum.
Tengslanetið byggir á hugmyndafræði frá Bretlandi, en þar hafa tengslanet kvenna í dreifbýli verið starfrækt í nokkurn tíma í gegnum WIRE verkefnið. Hugmyndafræðin byggir á þátttöku og að deila upplýsingum og þekkingu inn í tengslanetið.

Skoðaðu tengslanetsleiðtogana á þínu svæði hér: http://ruralwomeninbusiness.eu/is/tengslanet/island/

Taktu þátt!

Nú er allt til reiðu fyrir fyrsta hluta fræðslunnar og hvetjum við frumkvöðlakonur til að sækja um þátttöku í hæfnihringjunum, skoða námsþættina á netinu, eða taka þátt í tengslanetinu.

Á heimasíðu verkefninsins en þar má finna nánari upplýsingar um verkefnið og aðra samstarfsaðila www.ruralwomeninbusiness.eu

Nánari upplýsingar veita þær Ásdís og Guðrún Stella:

asdis.gudmundsdottir@vmst.is
gudrun.gissurardottir@vmst.is

Aðrar færslur

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað

February 28, 2024

Snjöll dreifing ferskra matvæla