Viltu hrinda góðri hugmynd í framkvæmd ?

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

January 3, 2024
Fréttir, Svanni-lánatryggingasjóður kvenna

Umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu er til 15.mars 2024.

Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna og er hámarkslán 10 milljónir en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann, er veitir lánin.

Sjóðurinn veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna og er hann liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Samkvæmt samþykktum sjóðsins eru hlutverk hans m.a. að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að auka aðgengi kvenna að fjármagni, að fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

Skoða má nánari upplýsingar um lánareglur og lánskjör á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is 

Fjölmörg spennandi fyrirtæki hafa fengið fyrirgreiðslu hjá sjóðnum á undanförnum árum.

Viltu vita meira ? 

Hér má finna hlaðvarpsviðtal við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, formann sjóðsins.

Hafið meiri trú á hugmyndinni

Hér má finna hlaðvarpsviðtal við Ásdísi Guðmundsdóttur, starfsmann sjóðsins.

Atvinnumál kvenna 

Kynningarfundur um lán og styrki verður þann 15.febrúar, nánar auglýst síðar.

Smelltu hér til að sækja um lán!

 

Aðrar færslur

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað