Umsóknarfrestur um lán hjá Svanna

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

November 17, 2021
Fréttir, Svanni-lánatryggingasjóður kvenna

Umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu er til og með 15.mars 2022.

Svanni veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna sem þýðir að ekki þarf að leggja fram veð fyrir lánum. Sjóðurinn er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar. Enn fremur sýna rannsóknir að konur eru varkárari til að taka lán og veðsetja eigur sínar og hefur það staðið vexti fyrirtækja í eigu kvenna fyrir þrifum að einhverju leyti.

Svanni hefur framkvæmt könnun hjá lánþegum sjóðsins. Þar kemur skýrt fram í gegnum árin hjá lántakendum sjóðins að margir lánþegar telja sig ekki hafa sama aðgang að fjármagni annars staðar. Einnig hefur lánatrygging Svanna skipt miklu máli við að koma hugmyndum í verk og lánin geta skipt sköpum fyrir minni fyrirtæki. Verkefnin sem lánað er fyrir skila verðmætaaukningu inn í atvinnulífið og stuðla að aukinni atvinnusköpun.

Sótt um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.atvinnumalkvenna.is, en þar má finna frekari upplýsingar um lánin.

Úthlutun lána fer fram tvisvar á ári og er hægt að fá lán á bilinu þrjár til tíu milljónir króna og eru lánin alla jafna til 5 ára.

Hér má finna umfjöllun um lán sem voru veitt vorið 2021.

Allar nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Svanna í netfanginu asdis.gudmundsdottir@vmst.is

Aðrar færslur

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað

February 28, 2024

Snjöll dreifing ferskra matvæla