Svanni-lánatryggingasjóður heldur áfram starfsemi

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Fréttir, Svanni-lánatryggingasjóður kvenna

Eigendur Svanna-lánatryggingasjóðs kvenna hafa skrifað undir nýtt samkomulag um starfsemi sjóðsins til næstu fjögurra ára.

Markmið sjóðsins er sem fyrr að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að stuðla að því að auka hlut kvenna sem eigendur og stjórnendur fyrirtækja, að auka aðgengi kvenna að fjármagni til fyrirtækjareksturs, að fjölga störfum og stuðla að nýnæmi í atvinnulífi, að tryggja ráðgjöf og handleiðslu til kvenna sem fá ábyrgðir hjá sjóðnum vegna lántöku og að hvetja jaðarhópa kvenna til þátttöku í atvinnulífinu, svo sem innflytjendur.

Sjóðurinn lánar fyrirtækjum í meirihlutaeigu kvenna (51%) og ekki þarf að leggja fram tryggingu fyrir láninu. Samstarfsamningur er við Landsbankann sem afgreiðir, veitir og innheimtir lánin.  

Stjórn sjóðsins skipa þau Guðrún Tinna Ólafsdóttir, Hákon Skúlason og Ellen Calmon og eru þau skipuð út starfstímabil sjóðsins frá 18.september 2025 til 18.september 2029.

Á næstu vikum verður tekin ákvörðun um næsta umsóknarfrest og úthlutun lána.

Aðrar færslur

December 18, 2025

Svanni-lánatryggingasjóður heldur áfram starfsemi

May 19, 2025

Úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki