Opið fyrir umsóknir um styrki

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

February 11, 2025
Atvinnumál kvenna, Fréttir, Styrkir

Nú er opið fyrir styrki til atvinnumála kvenna og er umsóknarfrestur til og með miðnættis 14.mars.

Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og vegna launakostnaðar (fyrir nýlega stofnuð fyrirtæki).

Hámarksstyrkur er 4 m.kr og er hægt að sækja um styrki fyrir helmingi kostnaðar.

Einnig er hægt að sækja um styrki til gerðar viðskiptáætlana að upphæð kr. 600.000.

Skilyrði fyrir styrkveitingum er að það sé nýnæmi í hugmyndinni/verkefninu, að það sé í meirihlutaeigu kvenna (51%) og að verkefnið leiði til atvinnusköpunar. Ennfremur að umsóknir séu vel útfylltar en ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.

Styrkir verða afgreiddir í byrjun mai og úthlutun um miðjan maí.

Eins og undanfarin tvö ár munum við bjóða þeim sem fá samþykkta styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, að taka þátt í hraðli þar sem hægt er að vinna til verðlauna en við munum kynna tilhögun þess nánar þegar þar að kemur.

Hægt er að senda fyrirspurnir um styrki til verkefnastjóra á netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is. Einnig er hægt að panta viðtalstíma á heimasíðunni hér.

Aðrar færslur

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað