Frumkvöðlakonur á landsbyggðinni hittast

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

April 23, 2018
Atvinnumál kvenna, Free verkefnið, Fréttir

Lokaráðstefna Free verkefnisins var haldin á Sauðárkróki þann 18 apríl í blíðskaparveðri. Ráðstefnuna sóttu í kringum 60 frumkvöðlakonur allt frá Öxarfirði til Hvammstanga en ennfremur var kynning á fyrirtækjum í eigu kvenna á svæðinu.  Eftir kynningu á verkefninu var boðið upp á þrjár örvinnustofur, í markaðssetningu á netinu, stefnumótun og hönnunarhugsun í fyrirtækjarekstri.

Ráðstefnan er lokahnykkur Evrópuverkefnis sem heitir Free (Female Rural Enterprise Empowerment) en markmið þess er að styðja við bakið á frumkvöðlakonum á landsbyggðinni, og þá einkum og sér í lagi á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Þessi svæði voru sérstaklega valin vegna neikvæðrar íbúaþróunar og þeirra staðreyndar að konum hefur farið fækkandi á þessum svæðum.

Vinnumálastofnun stýrir verkefninu en auk þess taka þátt aðilar frá Bretlandi, Litháen, Króatíu og Búlgaríu auk Byggðastofnunar á Íslandi.

Meðal afurða verkefnisins er námssíða með ýmsum námsþáttum, svo sem stefnumótun og útflutningi, vöruþróun, netsölu, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og fjármálum.  Þar er einnig hægt að nálgast gagnvirkar æfingar/verkefni sem miða að því að efla persónulega hæfni.  Í öðru lagi tóku frumkvöðlakonur þátt í jafningjafræðslu í gegnum hæfnihringi,  þar sem þær hittust á Skype, deildu reynslu, settu sér markmið og unnu aðgerðaráætlun í tengslum við þessi markmið. Í þriðja hafa fjölmargar konur tekið þátt í  tengslaneti á hverju svæði sem stýrt var af frumkvöðlakonum á svæðinu.

Hægt verður að nálgast efnið á heimasíðunni áfram og hvetjum við frumkvöðlakonur að skrá sig þar. Einnig eru hugmyndir hjá Atvinnuþróunarfélögum um að notfæra sér aðferð hæfnihringja á netinu og einnig eru vonir bundnar við að tengslanetin haldi áfram starfsemi sinni.  Á heimasíðunni verður einnig hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir stefnumótunaraðila og handbækur fyrir þá sem stýra hæfnihringjum og tengslanetum.

www.ruralwomenacademy.eu

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á ráðstefnunni.

 

 

Aðrar færslur

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað