(English below)
Vinnumálastofnun er einn þátttakanda af fjórum í Evrópuverkefni sem ber nafnið EMPOWER. Markmið verkefnisins er að þróa annarsvegar fræðsluefni fyrir konur af erlendum uppruna sem eiga undir högg að sækja og hinsvegar fræðsluefni fyrir ráðgjafa og sjálfboðaliða sem vinna með hópnum.
Með námskeiðinu gefst konum af erlendum uppruna tækifæri til að efla eigin hæfni og þróa starfshæfni sína og auka möguleika sína á vinnumarkaði. Þátttakendur fá einnig aðstoð við að þróa eigin viðskiptahugmynd ef hún er fyrir hendi.
Námskeiðið samanstendur af átta námsþáttum, þátttakendur fara í gegnum sjálfsskoðun og verða fjölbreyttar æfingar og verkefni hluti af þeirri rýni. Námsefnið samanstendur einnig af námsþáttum sem efla styrkleika og seiglu til að takast á við nýjar áskoranir. Skoðað verður hvaða úrræði eru fyrir hendi fyrir hópinn og farið verður í markmiðasetningu.
Námskeiðið hefst í janúar og stendur fram í febrúar en nánari dagsetningar má sjá í umsóknareyðublaðinu. Einnig stendur þátttakendum til boða að taka þátt í hæfnihringjunum þar sem tækifæri gefst til nánari umræðu um þau verkefni og vandamál sem hópurinn stendur frammi fyrir.
Nú tökum við á móti umsóknum en pláss er fyrir 10 þátttakendur og 5 í hæfnihringjum.
Samstarfsaðilar eru fjórir; Inova í Bretlandi, Vinnumálastofnun á Íslandi, KMOP á Grikklandi og SIF í Litháen en Inova stýrir verkefninu.
Starfsmenn EMPOWER hjá Vinnumálastofnun eru þær Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ebba Björnsdóttir og Sigrún Elmers og gefa þær nánari upplýsingar.
ingibjorg.bjornsdottir@vmst.is
sigrun.elmers@vmst.is
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hægt er að sækja um þátttöku með því að smella á tengilinn hér að neðan:
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess www.empoweringwomen.eu
Are you a woman of foreign origin? Do you want to strengthen your skills and abilities? Are you looking for work or to set up your own business?
The Directorate of Labour in Iceland is one of four participants in a European project called EMPOWER, but other partners come from the UK, Lithuania and Greece. The aim of the project is twofold: To develop training materials for women of foreign origin that face challenges and support workers and volunteers who work with women of foreign origin.
The training gives women the opportunity to develop their personal skills and competences and increase their employability. If the participants have a business idea, they will get assistance in developing them.
The training consists of 8 training modules with the focus on developing strengths and abilities, to strengthen the positive attributes and resilience and goal setting.
The training starts in January and ends in February, a total of 4 days with two modules delivered in one day. On the following week, we will offer the participants to join Mentoring Circles where they get a chance to reflect more deeply on issues and problems they are facing. The training has a limited number of participants, 10 places in the training and 5 in the mentoring circles.
The training will be delivered in English so a good proficiency in English is necessary for participants.
The training is funded by the European Union and therefore free of charge.
Please click on the following link to access the application:
Please contact Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ebba Björnsdóttir or Sigrún Elmers for further information, see emails below.