Empower

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

March 18, 2016
Fréttir

Vinnumálastofnun tekur þátt í  Evrópuverkefni sem heitir  EMPOWER sem  hefur hlotið styrk  úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.  Verkefnið snýst um að þróa fræðsluefni fyrir ráðgjafa og sjálfboðaliða sem vinna með konum af erlendum uppruna.  Markmið er að aðstoða konur til að þróa starfshæfni sína og getu til að auka möguleika á vinnumarkaði.

Þátttakendur fá einnig möguleika á því að fá aðstoð við að þróa eigin viðskiptahugmynd.

Námsefni verður þróað fyrir þátttakendur í námsþáttum sem tengjast persónulegri þjálfun og  fyrirtækjarekstri.

Fyrsti verkþátturinn er hafinn en það er rannsókn á stöðu hópanna hér á landi. Leitað verður eftir þátttakendum í rýnihópavinnu auk þess sem gerð verður  könnun  þar sem spurt verður um fræðsluþarfir.

Eftir rannsóknina mun kennsluefnið verða þróað enn frekar og mun námskeiðið hefjast Í byrjun árs  2017.  Tveir tilraunahópar munu fá fræðslu sem stendur yfir í fjóra mánuði í senn en hópurinn mun hittast átta sinnum á tímabilinu auk þess sem gert er ráð fyrir verkefnavinnu.

Samstarfsaðilar eru fjórir; Inova í Bretlandi, Vinnumálastofnun á Íslandi,  KMOP á Grikklandi og SIF  í Litháen en Inova stýrir verkefninu. Á Íslandi er velferðarráðuneytið ennfremur samstarfsaðili í verkefninu.

Starfsmenn EMPOWER eru Ásdís Guðmundsdóttir,Ingibjörg Ebba Björnsdóttir og Sigrún Rós Elmers og veita þær nánari upplýsingar um verkefnið.

asdis.gudmundsdottir@vmst.is

ingibjorg.bjornsdottir@vmst.is

sigrun.elmers@vmst.is

Sími 515-4800

Aðrar færslur

March 25, 2025

Umsóknarfresti um styrki lokið

February 11, 2025

Opið fyrir umsóknir um styrki

May 27, 2024

Lilli Tígur sigrar heiminn!

May 21, 2024

Styrkjum til Atvinnumála kvenna úthlutað