Efnisþættir umsóknar

  • Gott er að undirbúa umsókn með því að skrá niður efnisþætti hennar í skjal áður en það er fært inn í umsókn.

    Hér koma efnisþættir umsóknar:

    Gefa þarf verkefni nafn og merkja við um hvað er sótt. Hægt er að merkja við fleiri en einn þátt.

    Hægt er að sækja um:
    Markaðssetningu
    Vöruþróun
    Hönnun
    Efniskostnað
    Launakostnað

    Þá þarf að skrá upphæð styrks sem sótt er um.

    Lýsing á viðskiptahugmynd og staða verkefnis.
    Hér þar að lýsa viðskiptahugmyndinni vel og vandlega ásamt því að skýra frá stöðu verkefnisins.

    Nýnæmi viðskiptahugmyndar
    Mikilvægt er að skýra frá nýnæmi verkefnisins

    Lýsing á markhópi, markaðssvæði, markaðsáætlun útskýrð
    Hér þarf að lýsa hver markhópurinn er, markaðssvæði og hvernig á að ná til markaðarins.

    Hve mörg störf er áætlað að verkefnið skapi?
    Hver verður fjöldi starfa eftir að verkefni lýkur.

    Skýra þarf frá því hvort sótt hafi verið um styrk til okkar áður og þá hvenær og til hvaða verkefnis.

    Þá þarf að greina frá því hvort sótt hafi verið um aðra styrki til sama verkefnis og hér er sótt um.

    Kostnaðar- og tekjuáætlun
    Hér þarf að greina ítarlega frá kostnaði verkefnis.

    Tekju- og fjármögnunaráætlun
    Hér þarf að greina frá því hvaða tekjur verkefnið hefur og hvernig á að fjármagna það í heild.

    Verkáætlun
    Í verkáætlun skal greina frá verkþáttum og hvenær þeim lýkur.
    Samkeppni
    Hér skal greina frá samkeppni við vöru/þjónustu.

    Samstarf
    Ef samstarfsaðilar eru til staðar, skal greina frá þeim hér.

    Viðaukaskjöl
    Hægt er að setja allt að 3 viðaukaskjöl með umsókn, svo sem myndir, word eða pdf.

    Annað sem umsækjandi vill taka fram
    Ef það eru einhverjar upplýsingar sem þarf að koma að þá er hægt að skrá þær hér.

    Staða einkunnagjafar
    Hér sjá umsækjendur stöðu umsókna sinna, í vinnslu, samþykkt eða hafnað.