Nú fer að líða að því að styrkir til atvinnumála kvenna verði auglýstir lausir til umsóknar.

Stefnt er að því að opnað verði fyrir umsóknir þann 1.febrúar næstkomandi en nánari upplýsingar munu koma þegar nær dregur.

Til umráða eru 40 milljónir og eins og verið hefur er hægt að sækja um styrki til að gera viðskiptaáætlun, til markaðssetningar og vöruþróunar.

Hámarksstyrkur er 4.000.000 og styrkur til gerðar viðskiptaáætlunar er 600.000 kr.

 

Related Posts