Umsóknarfrestur um lán og lánatryggingu hjá Svanna-lánatryggingasjóði kvenna er til og með 7.nóvember næstkomandi.

Skilyrði fyrir ábyrgð á lánum eru að eingöngu er lánað til fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna og undir stjórn konu/kvenna. Skal fylgja staðfesting þess efnið með umsókn. Einungis starfandi fyrirtæki geta sótt um ábyrgð.

Gerð er krafa um að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna og er kostur að í verkefni felist nýsköpun eða nýnæmi að einhverju marki en það er þó ekki skilyrði.

Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:

Markaðskostnaðar
Vöruþróunar
Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Ábyrgð skal ekki vera undir 500.000 þúsund króna (Lán að upphæð 1 milljón króna) og að jafnaði skal ábyrgð ekki fara yfir 5.milljónir króna( 10 milljónir króna lán). Stjórn er þó heimilt að afgreiða hærri ábyrgðir í undantekningartilvikum með hliðsjón af eðli og tegund umsókna. Að jafnaði skal ekki ábyrgð ná til tækjakaupa.

Sótt er um með rafrænum hætti á heimasíðunni með því að smella á „Lán“ og „Umsóknareyðublað“.

Nánari upplýsingar má fá hjá starfsmanni sjóðsins í netfanginu asdis.gudmundsdottir@vmst.is

 

Related Posts