Umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu er til 15.mars 2024.
Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna og er hámarkslán 10 milljónir en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann, er veitir lánin.
Sjóðurinn veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna og er hann liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Samkvæmt samþykktum sjóðsins eru hlutverk hans m.a. að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að auka aðgengi kvenna að fjármagni, að fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar.
Skoða má nánari upplýsingar um lánareglur og lánskjör á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is
Fjölmörg spennandi fyrirtæki hafa fengið fyrirgreiðslu hjá sjóðnum á undanförnum árum.
Viltu vita meira ?
Hér má finna hlaðvarpsviðtal við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, formann sjóðsins.
Hér má finna hlaðvarpsviðtal við Ásdísi Guðmundsdóttur, starfsmann sjóðsins.
Kynningarfundur um lán og styrki verður þann 15.febrúar, nánar auglýst síðar.
Smelltu hér til að sækja um lán!