Hvenær er hægt að sækja um lán hjá Svanna?

Opið er fyrir umsóknir allt árið um kring, en umsóknir eru afgreiddar tvisvar á ári, eftir 15. mars og 15.september.

Næsti umsóknarfrestur er til og með 15.mars 2024

Þurfa fyrirtæki að vera í meirihlutaeigu konu/kvenna?

Já, það er eitt af skilyrðum fyrir lánveitingu að fyrirtæki séu í meirihlutaeigu konu/kvenna (51% eða meira).

Geta einstaklingar sótt um lán ?

Nei, eingöngu fyrirtæki geta sótt um lán hjá Svanna

Hvað er hægt að fá hátt lán hjá Svanna?

Hámarkslán hjá Svanna er 10 m.kr.

Til hvað langs tíma eru lánin?

Lánað er til 5 ára að jafnaði

Hver eru vaxtakjörin?

Vaxtakjör eru í samræmi við kjörvaxtaflokk 2 hjá Landsbankanum, eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma. Breytilegir vextir eru núna  5,65% vtr, og 13,05% óvrt.

Lántökugjald er óháð lengd láns og er 1,5%.

Til hvaða þátta er lánað?

Unnt verður að sækja um ábyrgð og lán fyrir verkefnum innan fyrirtækja sem byggjast að einhverju leiti á nýsköpun, þar sem fyrirtækið og/eða verkefnið leiðir til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar. Mat er lagt á viðskiptaáætlun fyrirtækisins og/eða þess afmarkaða verkefnis innan fyrirtækis sem ábyrgð á láni er sótt um og er grundvöllur umsóknar.

Hverjir afgreiða lánin?

Lánin eru afgreidd hjá Landsbankanum, sem er samstarfsaðili sjóðsins.

Hvar er umsýsla sjóðsins?

Vinnumálastofnun hefur umsjón með sjóðnum, auglýsir umsóknarfrest, vinnur umsóknir og er í samskiptum við umsækjendur.

Hvar get ég fengið nánari upplýsingar?

Hægt er að senda tölvupóst á starfsmann sjóðsins asdis.gudmundsdottir@vmst.is eða hringja í síma 531-7080.

Hverjir eru efnisþættir umsóknar?

Í umsókn skal eftirfarandi koma fram:

  1. Upplýsingar um fyrirtækið og forsvarsmann þess.
  2. Greinargóð lýsing á verkefni/fyrirtæki, markmiðum þess og ávinningi.
  3. Hverjir koma að umsókninni og tilgreining samstarfsaðila.
  4. Viðskiptaáætlun (ítarleg fjárhags- og framkvæmdaráætlun).
  5. Lýsing á heildarfjármögnun fyrirtækis eða afmarkaðs verkefnis innan fyrirtækis, og staðfesting fjármögnunaraðila ef þeir eru til staðar.
  6. Áætlun um tekjustreymi fyrirtækis og/eða verkefnis og áætlun um endurgreiðslu láns.
  7. Afrit af leyfum vegna viðkomandi starfsemi.

Er hægt að fá lán fyrir launakostnaði eigenda?

Ekki er veitt ábyrgð á láni fyrir óhóflegum launakostnaði né launakostnaði eigenda sbr. við vöruþróun, sölu- og markaðsstarf.

Er hægt að fá lán fyrir rekstarkostnaði?

Að jafnaði er ekki veitt ábyrgð á láni fyrir reglubundnum rekstrarkostnaði.
Til greina kemur að veita lán fyrir tækjum sem eru nauðsynleg rekstrinum og/eða verkefninu en þá með veði í umræddum tækjum. Lánað er fyrir kostnaðarverði tækjanna að því gefnu að notkun á þeim leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar.

Þarf að skila viðskiptaáætlun með umsókn?

Já, nauðsynlegt er að skila viðskiptaáætlun auk ítarlegrar kostnaðar- og tekjuáætlunar. Einnig þarf að skila endurgreiðsluáætlun.

Er hægt að skila inn umsókn í tölvupósti?

Nei, eingöngu er tekið á móti umsóknum með rafrænum hætti í gegnum umsóknarkerfið á heimasíðunni.

Hverjir sitija í stjórn Svanna?

Í stjórn Svanna-lánatryggingasjóðs kvenna sitja þau Guðrún Tinna Ólafsdóttir, formaður, fyrir hönd forsætisráðuneytisins, Elvar Jónsson fyrir hönd atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir hönd Reykjavíkurborgar.