W-Power styður við frumkvöðlakonur í dreifðari byggðum á norðurslóðum, hvetur þær til að stofna fyrirtæki eða þróa og stækka starfandi fyrirtæki. Þátttökulöndin eru ásamt Íslandi; Finnland, Svíþjóð, Írland, Skotland og Hjaltlandseyjar.  Ef þú ert kona og frumkvöðull utan höfuðborgarsvæðisins getur þú sótt um stuðning W-Power til þess að tengjast jafningja þínum í öðru landi. 

 Jafningjatengslaverkefnið (P2P)  

Jafningjatengslaverkefnið er millilandaverkefni fyrir frumkvöðlakonur í dreifðari byggðum norðurslóða og eru konur paraðar saman út frá ákveðnum upplýsingum sem gefnar eru í byrjun.  

Með því að taka þátt í verkefninu eiga þær kost á að tengjast nýjum samstarfsaðilum, fá aðgang að nýjum mörkuðum og læra nýjar aðferðir eða kynnast tækjum og tólum til að leysa ýmisskonar vandamál. Það sem skiptir mestu er svo tenging við konur í sömu stöðu í öðrum löndum. 

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og sækja um þátttöku!

Related Posts