Efling kvenfrumkvöðla á landsbyggðinni 

Lokaráðstefna

  1. apríl 2018 kl.11.30-16.00 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki

Evrópuverkefnið FREE- Efling kvenfrumkvöðla á landsbyggðinni (Female Rural Enterprise Empowerment) er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum, en auk Vinnumálastofnunar, sem leiðir verkefnið,  tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen.

Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlakonur á landsbyggðinni með því að bjóða upp á fræðsluefni á netinu,  tengslanet fyrir frumkvöðlakonur og hæfnihringi á vefnum.  Á ráðstefnunni býðst þátttakendum að sækja örvinnustofur og frumkvöðlakonur af Norðurlandi vestra munu kynna fyrirtæki sín við upphaf ráðstefnunnar.

Í lok ráðstefnunnar verður hin landsþekkta fjölmiðlakona, Sirrý Arnardóttir með erindið „Fram í sviðsljósið“.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á ráðstefnu og örvinnustofur á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is

Dagskrá

11.30-12.30 Húsið opnar og boðið upp á hressingu.

Fyrirtækjakynning frumkvöðlakvenna

12.30-14.00 Kynning á Free verkefninu og upplifun þátttakenda

 

Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Hvernig hvetjum við frumkvöðlakonur áfram? Free verkefnið í hnotskurn.
Marina Larios, framkvæmdastjóri Inova, Sheffield Hvað eru hæfnihringir? Aðferðarfræði og árangur
Merete Rabølle, bóndi Hvað gerist í hæfnihring? Reynslusaga
Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Mikilvægi tengslaneta,  aðferðarfræði og árangur
Jill Turner, tengslanetsleiðtogi, Sheffield „Think outside“ tengslanetið í Sheffield, hvað gerum við?
Lilja Gunnlaugsdóttir, eigandi Skrautmens Tengslanet á Norðurlandi vestra, hvað gerum við?

 

14.00-14.45 Þrjár örvinnustofur – þú velur eina!
Hönnunarhugsun í fyrirtækjarekstri – Farið verður yfir helstu þætti hönnunarhusunar og þátttakendur gera stutt verkefni til að fá innsýn í gildi hennar og framkvæmd.
Umsjón: Elfa Hlín Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú
Stefnumótun – Um er að ræða gagnvirka vinnustofu þar sem þátttakendur læra um stefnumótun í gegnum skemmtilegan leik.

Umsjón: Marina Larios, Inova og Ásdís Guðmundsdóttir, Vinnumálastofnun

Markaðssetning á samfélagsmiðlum – Þátttakendur gera stutt verkefni til að öðlast betri skilning á mikilvægi vel heppnaðar markaðssetningar á samfélagsmiðlum.

Umsjón: Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi SSNV

14.45-15.00 Kaffihlé  
15.00-16.00 Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, leiðir þátttakendur  ,,Fram í sviðsljósið“  Hagnýtur fyrirlestur um að koma sér/vöru/hugmynd á framfæri, standa með sér og nýta tækifærið vel.

Sirrý fjallar á hagnýtan hátt um það að standa með sér, beinn í baki með sjálfstraustið í lagi, nýta sér kvíðann og koma málinu í höfn. Hvernig á að undirbúa óundirbúna ræðu, halda flotta kynningu, skapa tengslanet og þora að skína.

Sirrý leiðir skemmtilega æfingu þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla tengslanetið.

Enn er hægt að skrá sig á ráðstefnuna með því að smella hér

https://www.eventbrite.com/e/lokarastefna-free-efling-frumkvolakvenna-a-landsbygginni-tickets-42494518248

Related Posts