Námskeið fyrir frumkvöðla í markaðssetningu á netinu
Markmið námskeiðsins er að kenna frumkvöðlum að nota þau tæki og tól sem til staðar eru á netinu til þess að markaðssetja sig og byggja upp póstlista mögulegra viðskiptavina.
Fyrir hverja? Námskeiðið hentar vel fyrir frumkvöðla sem eru að taka sín fyrstu skref í að nýta sér mátt netsins við markaðssetningu og þá sem vilja setja upp umgjörð fyrir markaðssetningu á netinu og fá aðstoð við að tengja saman ólík kerfi.
Uppsetning: Námskeiðið yrði kennt í tveimur áföngum (10 klst í heildina).
Fyrst er farið yfir heildarmyndina, hvernig þetta virkar allt saman og inngangur að þeim tækjum á netinu sem í boði eru. Þátttakendur ljúka fyrri áfanga með því að sett er saman áætlun sem hentar þeirra þörfum og fá heimaverkefni að byrja á uppsetningunni.
Seinni áfanginn er svo hugsaður sem sérsniðin tækniaðstoð við að klára uppsetningu og aðstoða við tæknimál og farið dýpra í notkun kerfanna.
Hvað er farið yfir:
- Markaðssetning í tölvupósti (Email marketing) – hvernig þú safnar netföngum mögulegra viðskiptavina.
- Kynning á hvaða leiðir eru í boði, kostir og gallar mismunandi forrita
- Mailchimp / Active Campaign / Aweber
- Uppsetning og tenging við lendingarsíðu / heimasíðu
- Farið yfir dæmi um uppsetningu á póstlista og þeim skilaboðum sem send eru út sjálfkrafa til þeirra sem bætast á listann.
- Kynning á hvaða leiðir eru í boði, kostir og gallar mismunandi forrita
- Lendingarsíða á netinu (Landing Pages) Lendingarsíða er í raun bara fyrsta síða sem einstaklingur lendir á þegar hann smellir á link frá þér – getur verið hluti af heimasíðunni þinni en getur líka haft önnur hlutverk, eins og að safna netföngum mögulegra viðskiptavina. Farið er yfir hvernig hægt er að búa til síður á auðveldan hátt (án mikillar tæknikunnáttu) og tengjum það við markaðssetninguna í tölvupósti.
- LeadPages
- Kajabi / ClickFunnels – t.d. fyrir þá sem vilja lausn til að setja inn kennsluefni á netinu
- Býð einnig uppá kennslu í vefsíðugerð í WordPress (en sökum tíma og hversu einstaklingsmiðað það er, ekki farið í það á þessu námskeiði)
- Samfélagsmiðlar – tæki og tól sem auðvelda þér að setja inn efni á samfélagsmiðla, skipuleggja það fram í tímann og pósta því á marga mismunandi prófíla (facebook, twitter, instagram o.s.frv.)
- FanPage Robot / PostPlanner / Hootsuite
- IFTTT
- Instagress
- Skipulag frumkvöðulsins, tímabókanir á netinu og CRM (Customer Relationship Manager)
- Aquity Scheduling / YouCanBook.me
- Asana / Highrise
- Upwork
Dagsetningar: 4. febrúar frá kl. 11-17 og 11. febrúar 2017 frá kl. 12-16
Verð: 35,000 kr.
Staðsetning: Hlíðasmári 2, 4. hæð til hægri
Lágmarks þátttaka 5 manns (Hámark 10 manns á hverju námskeiði)
Skráning fer fram með tölvupósti á lilja@sattaleidin.is og þarf að skrá sig fyrir miðnætti þann 2.febrúar.
Um námskeiðshaldara:
Lilja Bjarnadóttir er stofnandi Sáttaleiðarinnar ehf. sem er fyrsta íslenska fyrirtækið til að sérhæfa sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið. Við markaðssetningu Sáttaleiðarinnar hefur Lilja sökkt sér ofan í þau tæki og tól sem hægt er að nýta við markaðssetningu á netinu og er námskeiðið hugsað sem praktísk leið fyrir frumkvöðla og aðra þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í markaðssetningu á netinu til þess að stytta lærdómskúrvuna umtalsvert og fá tækniaðstoð við uppsetningu.
Lilja starfar sem sáttamiðlari, lögfræðingur og ráðgjafi við lausn deilumála. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og LL.M. gráðu frá University of Missouri í Dispute Resolution árið 2015, þar sem hún sérhæfði sig í sáttamiðlun og samningatækni.
Lilja Bjarnadóttir