Til þess að fá lánatryggingu samþykkta þarf að vera búið að ganga frá samningum um handleiðslu og ráðgjöf við ráðgjafa atvinnuþróunarfélaga, Nýsköpunarmiðstöðva eða annara aðila. Slíkur samningur er skilyrði fyrir því að ábyrgð sé veitt. Tilgangurinn er sá að tryggja það að verkefnin vaxi og dafni en rannsóknir sýna að eftirfylgni og ráðgjöf skipta verulegu máli hvað varðar framgang verkefna og árangur þeirra.

Samningur þessi þarf að kveða á um fjölda viðtala og tilhögun ráðgjafarinnar og vera undirritaður af umsækjanda og ráðgjafa.

Samningurinn er klæðskerasniðinn eftir þörfum hvers og eins og fer eftir eðli verkefna og hvers viðkomandi þarfnast.

Hvert skal leita?

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er starfandi víðsvegar um land. Höfuðstöðvar hennar eru í Árleyni 2-8 í Reykjavík en útibú eru á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Djúpavogi og í Vestmannaeyjum

Ennfremur bendum við á Atvinnuþróunarfélögin, sem eru starfandi í hverjum landshluta nema á höfuðborgarsvæðinu. Þau er:

Atvinnuþróunarfélag Vesturlands, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Atvinnuráðgjöf SSNV, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Austurlands, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.

Einnig eru fjölmargir aðrir aðilar og stofnanir sem veita ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla og fyrirtækja.

Á þessari síðu má finna tengla allra atvinnuþróunarfélaga og Nýsköpunarmiðstöðvar en ráðgjafar þar veita allar nánari upplýsingar.

Ennfremur veitir Nýsköpunarþjónusta Landsbankans þjónustu fyrir þá sem skipta við bankann.